Kvikmyndadreifingaraðili í Tókýó í Japan hefur tilkynnt að sýningum á mynd Clint Eastwood Hereafter, verði hætt í Japan eftir jarðskjálftann sem varð fyrir helgi, og Tsunami flóðin sem fylgdu í kjölfarið.
Í myndinni lendir ein aðalpersónan í Tsunami flóðunum sem urðu í Indónesíu árið 2004.
Satoru Otani fulltrúi Warner Entertainment Japan Inc. segir að myndin verði tekin úr sýningum strax þar sem að Tsunami senurnar í myndinni þykja alls ekki við hæfi á þessum erfiðu tímum.
Myndin var frumsýnd seint í febrúar í Japan í 180 kvikmyndahúsum. Upphaflega var áætlað að sýna myndina nær allan marsmánuð.