Fyrsta myndin af Johnny Depp í hlutverki Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street er komin á netið og sést hér fyrir neðan. Það er engin önnur en Helena Bonham Carter sem vofir yfir gumanum og það þýðir bara eitt, leikstjórinn er Tim Burton. Sumir eru kannski farnir að spyrja sig hversu oft sé hægt að troða þeim Depp og Bonham Carter saman í aðalhlutverk án þess að það verði leiðingjarnt, en myndin ætti að hafa upp á margt að bjóða því um er að ræða söngvamynd sem byggð er á frægum Broadway söngleik. Þar að auki bregður honum Sacha Baron Cohen fyrir í myndinni sem ætti eflaust að vekja áhuga margra.
Annars eru þau skötuhjúin Bonham Carter og Burton í sumarfríi á Ítalíu og ekki vanþörf á því þau eiga von á sínu öðru barni í desember næstkomandi. Fyrir eiga þau piltinn Billy Raymond Burton. Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street kemur svo út á Bandaríkjamarkaði í janúar á næsta ári svo það verður nóg að gera hjá þeim.

