Á morgun – þann 12. maí – verður nýjasta mynd Ridleys Scott, Robin Hood, heimsfrumsýnd í helstu bíóum landsins og ég ætla að gefa notendum möguleika á því að vinna sér inn tvo almenna frímiða á myndina.
Myndin segir söguna af bogmanninum snjalla Robin Hood, eða Hróa Hetti, sem á meðan hann hefur verið í þjónustu Richards konungs, og barist með honum gegn herjum Frakka, verið einkum umhugað um eigin skinn. Þegar Richard lætur lífið fer Hrói til Nottingham í Englandi, þorps sem líður fyrir spillingu og einræðisstjórn og skattpíningu fógetans í bænum. Hrói verður ástanginn af ekkjunni Lady Marion sem er þó efins um þessa nýju hetju og hvort hann sé ærlegur maður. Til að reyna nú að heilla Marian upp úr skónum og bjarga bænum úr höndum illa fógetans, safnar Hrói saman vöskum sveinum sem er hver öðrum snjallari og vopnfimari. Í sameiningu byrjar þeir að herja á yfirstéttina og leiðrétta misréttið sem viðgengst.
Spurningin sem ég ætla að spyrja þig, notandi góður, er ekki flóknari en þessi: Hver er þín uppáhalds Ridley Scott mynd, og hvers vegna?
Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Á miðnætti í kvöld dreg ég út vinningshafa og kem miðum til þeirra á morgun svo þeir nái alveg pottþétt að sjá hana á frumsýningardegi. Annars gilda miðarnir á hvaða sýningu sem er.
Smellið hér til að lesa gagnrýni tímaritsins EMPIRE um myndina.



