Sambíóin muna á næstu vikum bjóða þjóðinni að mæta alla þriðjudaga í kvikmyndahús sín; Álfabakka, Kringlunni, Akureyri, Selfoss og Keflavík þar sem miðaverð verður einungis 500 kr. á allar kvikmyndir.
Ástæða þessa fyrirkomulags er sú að Sambíóin hafa leitast eftir skilningi við sína erlendu birgja í kjölfar íslensks efnahagsástands með það að leiðarljósi að gleðja Íslendinga í erfiðu árfeðri.
Sambíóin vilja jafnframt skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama; þ.e. að vinna samhent að því að létta undir með íslenskum almenningi og reyna hvað þau geta til forðast verðhækkanir þrátt fyrir erlend útgjöld.
ATH að tilboðið gildir ekki í Lúxus-sal.

