500.000 stálu Breaking Bad

Sjóræningjar internetsins voru vel vakandi þegar lokaþáttur sjónvarpsþáttarins vinsæla Breaking Bad var sýndur í gærkvöldi, og voru fljótir að koma þættinum á netið svo fólk um víða veröld gæti hlaðið honum niður.

breaking-bad-walt-skyler

Samkvæmt Variety kvikmyndavefnum þá var þættinum halað 500.000 sinnum niður ólöglega fyrstu 12 klukkutímana eftir að hann var sýndur.

Þetta þýðir að lokaþátturinn er mest stolni þátturinn af seríunni, að því er kemur fram á sjóræningjafréttasíðunni TorrentFreak. Lokaþáttur Breaking Bad, sem fjallar um andhetjuna Walter White í túlkun Bryan Cranston, var sýndur á sunnudagskvöld á AMC sjónvarpsstöðinni bandarísku.

Ólöglegu niðurhölin áttu sér einkum stað í löndum þar sem þátturinn var sýndur í sjónvarpi eða var aðgengilegur á löglegan hátt með öðrum leiðum, samkvæmt athugun TorrentFreak hjá meira en 14.000 notendum sínum.

18% af ólöglegu niðurhali af þættinum var í Ástralíu, og 14,5% í Bandaríkjunum. 9,3% var í Bretlandi, en þar í landi hafa síðustu átta þættir verið aðgengilegir í Netflix vídeóleigunni strax daginn eftir að þeir voru sýndir í Bandaríkjunum.