40 Year Old Virgin stjarna losnar úr fangelsi

Shelley Malil,  sem lék eitt af aðalhlutverkunum í gamanmyndinni The 40 Year Old Virgin frá árinu 2005, verður sleppt úr fangelsi bráðlega eftir að hafa eytt átta árum á bakvið lás og slá fyrir morðtilraun.

Malil var sakfelldur eftir að hann réðst á kærustu sína á þeim tíma, Kendra Beebe, árið 2008.  Malil stakk Beebe mörgum sinnum með hnífi heima hjá henni í Kaliforníu, auk þess sem hann skar hana með brotnu glasi, með þeim afleiðingum að hún fékk fjölda skurða.  Eftir árásina reyndi hann að kæfa hana með púða.

Mail, sem lék einn af samstarfsmönnum persónu Steve Carell í rafvöruversluninni SmartTech í kvikmyndinni, auk þess að hafa leikið í sjónvarpsþáttum eins og Scrubs og NYPD Blue, fékk lífstíðardóm fyrir árásina, og fór í fangelsi árið 2010.  Nú hefur skilorðsnefnd hinsvegar samþykkt að leysa hann úr haldi, á þeirri forsendu að “lítil hætta sé á því að hann fremji ofbeldisverk í framtíðinni.” Hann losnar úr fangelsi eftir tvær vikur, og mun verða undir skilorðseftirliti í fimm ár þar á eftir.

Beebe, sem var viðstödd úrskurð nefndarinnar í gær þriðjudag, sagði að hún væri í áfalli yfir ákvörðuninni, og sagði að “kerfið væri í molum.”

Í yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn Gloria Allred, sagði Beebe við dagblaðið San Diego Union – Tribune: “Í dag gátu þessir menn sýnt að við sem samfélag, virðum konur og viljum vernda þær. Efn vegna þessa aðgerðaleysis, þá mun ég halda áfram að lifa í ótta.”

Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, hefur einnig gagnrýnt lausn Malil, og sagt að enn hefðu ekki fundist skýringar á ofsabræði Malil á þeim tíma þegar árásin var gerð.