Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The 40 Year Old Virgin 2005

Frumsýnd: 23. september 2005

The Longer You Wait the Harder it Gets.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Andy er fertugur og er, eins og titill myndarinnar gefur til kynna, enn hreinn sveinn. Frítíma sínum eyðir hann að mestu einsamall, spilandi tölvuleiki, horfandi á Survivor eða safnandi leikföngum. Einn dag kemur Andy þó upp um sig fyrir framan vinnufélaga sína og heita þeir honum því að koma honum saman með konu, hvað sem það kostar!

Aðalleikarar


Ég hafði heyrt rosa hluti um þessa mynd, var einn af þeim sem fór ekki á hana í bíó og allir búnir að segja að hún hafi verði geggjað fyndin og góð, þannig að mér fannst ég vera neiddur til að taka hana þegar hún kom á vídeó og mér fannst ekki mikið var í þessa mynd, jújú maður hló mikið en þessar 2 stjörnur sem hún fær er bara fyrir húmor. Þetta er fínasta grínmynd og ekki meira en það
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara ein fyndnasta mynd sem eg hef seð oger hun með frekar grofan humor og eg mæli geðveikt vel með þessari mynd aðþvi hun er frábær og eg gat ekki hætt að hlægja . Leikararnir og allt sem gerist og hvernig hann lýsir brjosti a konum fyrir þeim Like holding a bag of sand gvuð mer fannst það fyndið eg la þarna grenjandi ur hlatri og bara ómetanlega fyndin mynd vildi að eg gæti sagt ykkur meira en vill bara frekar að þið sjaið hana :D.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega fannst mér þessi mynd algjör snilld. Þrátt fyrir lengdina(124 mín), þá var ég mjög ánægður með heildarmyndina. Og þó að hún hafi hinn týpíska happy ending, fannst mér hann algjör snilld. Hér fær Steve Carell loksins aðalhlutverkið, og skilar hann því af mikilli snilld. Einn besti gamanleikarinn sem að Bandaríkjamenn hafa í dag. Það er mikið af kynlífshúmor og hommabröndurum í þessari mynd. Besta hommaatriðið eiga félagar Carells í drepfyndnu atriði. Og grófasta atriðið er vax atriðið. Að hugsa út í það að Steve skuli hafa gert þetta í alvöru, óþægilegt. Þeir sem koma með bestu frammistöðurnar fyrir utan Carell eru asísku gaurarnir sem vinna með honum í búðinni. Það er eitthvað svo ógeðslega fyndið að sjá þá brúka kjaft fyrir framan alla, getur ekki annað en hlegið að þeim. Ef þið eruð að leita að hinni fullkomnu gamanmynd sem er með soldið öðruvísi húmor, þá er þetta hin fullkomna bíómynd. En ef þið eruð að leita að alvöru stórmyndum, mæli ég með King Kong og Chronicles of Narnia. En þessi fær pottþétt 4 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elskulegur sveinn
Gamanmyndir sem ganga út á gredduhúmor og kynlíf eru ekki eitthvað sem ég tel vera eitthvað sérstakt uppáhald. Til eru margar djöfulli góðar, en mér finnst þær langoftast bara alltof ósmekklegar og dæmigerðar til þess að vera fyndnar. The 40 Year Old Virgin er örugglega einhver besta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð lengi.

Titill þessarar myndar er býsna sjálflýsandi svo óþarft er að rekja söguþráðinn, en Steve Carell hefur allavega það hlutverk að bera myndina uppi einn eftir að hafa brugðið fyrir í misstórum aukahlutverkum áður. Eftirminnilegast hlýtur að vera þegar hann fór á kostum sem veðurfréttamaðurinn í Anchorman. Carell hefur þó ótrúlega mikinn sjarma sem leikari, og manni líkar fljótt við hann. Persóna hans í þessari mynd er vel skrifuð og þegar lengra líður á er erfitt að halda ekki með þessum einstaklingi... og þar af leiðandi halda upp á "baráttu" hans til að ná sér í kvenmann.

Það kemur skemmtilega á óvart hversu hugljúf myndin er, þ.e.a.s undir öllu sjúka yfirborðinu þar sem kynfærahúmor, hommabrandarar og ódauðlega mikið magn af ljótum orðbrögðum og klúrum kynlífssamtölum ræður ríkjum. Catherine Keener er traust mótileikkona og skilar sínu vel, þó svo að hún leiki nánast alltaf sömu persónuna. Paul Rudd á einnig góða spretti sem einn vinurinn, sömuleiðis Seth Rogen.

Það helsta sem ég get notað til að setja út á þessa mynd er örugglega lengdin. Myndin gengur í ca. tvo klukkutíma og finnur maður auðveldlega fyrir þegar hún byrjar að dragast út. Aftur á móti þá bætir hún það samstundis upp með einhverjum alfyndnasta og óvæntasta endi ársins! Pjúra snilld!! Þokkalega meðmælisins virði eitt og sér.

Ásamt Wedding Crashers er The 40 Year Old Virgin án efa með þeim betri gamanmyndum sem ég hef séð á árinu og er hún gulltryggt úrval fyrir þá aðila sem vilja ganga brosandi út (sem í þessu tilfelli - eftir þennan endi - er mjög líklegt), þ.e.a.s. þeir sem móðgast ekki léttilega eða eru viðkvæmir fyrir misnotkun á ljótu orðbragði...

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vel þetta bestu gamanmynd ársins. Ég hef ekki hlegið jafn mikið í aldir . Þessi mynd var fín fyrir alla þá sem eru til í eitthvað nýtt. Ef þú vilt fá eitthvað sem fær þig til að hlægja eða grenja úr hlátri þá áttu að fara á þessa mynd.

Hún er besta gamanmynd á þessari öld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn