Nýtt á Netflix í nóvember – The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda.

Við byrjum á bandaríska Netflix. Miðað við síðastliðna tvo mánuði þá gæti nóvember mánuður litið rólega út á efnisveitunni, en svo er hinsvegar ekki því Netflix leggur nú sífellt meiri áherslu á gæði fremur en magn.

netflix-nov
Það sem ber hæst

Netflix heldur úti mjög öflugri eigin framleiðslu á þáttum og bíómyndum, og í þeirri deild er mikið úrval í nóvember. Það sem hæst ber eru hinir vönduðu sjónvarpsþættir The Crown, sem fjalla um líf Elísabetar annarrar Englandsdrottningar, allt frá krýningu og til dagsins í dag. Áætlað er að framleiða samtals sex þáttaraðir, þannig að það er óhætt að fara að setja sig í stellingar!

Endurkoma hinna vinsælu Gilmore Girls er einnig á dagskrá mánaðarins, en búið er að framleiða fjóra þætti fyrir Netflix, og gefa þar með aðdáendum þáttanna góðan endi, eða nýtt upphaf.

Að lokum munu Adam Sandler aðdáendur fá nýja mynd frá meistaranum, en í þessari nýju mynd leikur Paul Blart Mall Cop leikarinn Kevin James rithöfund sem fær skáldaða spennusögu sína útgefna eins og hún væri æviminningar, sem veldur miklum misskilningi og vandræðagangi í kjölfarið.

netflix-3

Bíómyndir

Þriðja Disney bíómyndin, samkvæmt nýjum samningi við Netflix, verður frumsýnd í nóvember, en það er The Jungle Book sem var í bíó fyrr á árinu. Þetta er ein af þeim myndum, ásamt Zootopia, sem hefur fengið hvað bestar viðtökur á árinu, og því ættu Netflix áhorfendur að geta byrjað að láta sig hlakka til.

Nokkrar myndir frá árinu 2014 eru einnig að koma á Netflix í mánuðinum. Fyrstan ber að nefna talandi björninn frá Perú, Paddington, sem kemur til Lundúna og elskar hunang. Þetta var hin fínasta mynd og gott að kúra upp í sófa yfir henni þegar skammdegið færist yfir.

Að lokum þá mun hin rómaða mynd Richard Linklater, Boyhood, koma á Netflix í mánuðinum. Þetta er Óskarsverðlaunamynd og uppvaxtarsaga.

netflix-nov-2

Sjónvarpsþættir

Af þeim þáttaröðum sem ekki eru eigin framleiðsla Netflix ( Netflix Originals ) þá ber hæst þættirnir The 100. Margir hafa beðið í ofvæni eftir því að sjá þriðju þáttaröð þessara þátta. The 100 fjalla um það að lifa af við erfiðar aðstæður. 100 krakkar eru sendir til Jarðar til að reyna að komast að því hvort að plánetan er byggileg.

Þá má nefna BBC heimildaþætti um mörgæsir, en fylgst var með fuglunum í heilt ár. Þá kemur vinsæl kóresk sería á dagskrá Netflix, K-POP Extreme Survival, sem er víst geysivinsæl í Kóreu.

Hér má sjá heildarlista yfir allt sem kemur út á Netflix í nóvember 2016:

1. nóvember

The African Queen (1951)
Alfie (2004)
Bob the Builder: White Christmas (2008)
Candyman 2: Farewell to the Flesh (1995)
The Confessions of Thomas Quick (2016)
Cujo (1983)
The Doors (1991)
The Heartbreak Kid (2007)
Jetsons: The Movie (1990)
King’s Faith (2013)
Love, Now (2012)
Norman Lear: Just Another Version of You (2016)
Pervert Park (2014)
Ravenous (1999)
Stephen King’s Thinner (1996)
Tales from the Darkside: The Movie (1990)
Thomas & Friends: A Very Thomas Christmas (2012)
Thomas & Friends: Holiday Express (2012)
Thomas & Friends: Merry Winter Wish (2010)
Thomas & Friends: The Christmas Engines (2014)
Thomas & Friends: Ultimate Christmas (2009)

2. nóvember

Dough (2015)
Food Choices (2016)
Meet the Blacks (2016)

4. nóvember

The Crown (Season 1) – Netflix Original
Dana Carvey: Straight White Male, 60 (2016) – Netflix Original
The Ivory Game (2016) – Netflix Original
Just Friends (2005)
World of Winx (Season 1) – Netflix Original

9. nóvember

Danger Mouse (Season 2) – Netflix Original

11. nóvember

All Hail King Julien (Season 4) – Netflix Original
Case (Season 1) – Netflix Original
Estocolmo (Season 1) – Netflix Original
Roman Empire: Reign of Blood (Season 1) – Netflix Original
Tales by Light (Season 1) – Netflix Original
True Memoirs of An International Assassin (2016) – Netflix Original
Under the Sun (2015)

12. nóvember

Take Me to the River (2015)

14. nóvember

Carter High (2015)

15. nóvember

Dieter Nuhr: Nuhr in Berlin (2016) – Netflix Original
K-POP Extreme Survival (Season 1)
Men Go to Battle (2015)
The Missing Ingredient: What is the Recipe for Success? (2016)

16. nóvember

The 100 (Season 3)
Burn After Reading (2008)
Jackass 3.5: The Unrated Movie (2011)
Paddington (2014)

17. nóvember

Lovesick (Scrotal Recall) (Season 2) – Netflix Original
Paranoid (Season 1) – Netflix Original

18. nóvember

The Battle of Midway (1942)
Beat Bugs (Season 2) – Netflix Original
Colin Quinn: The New York Story – Netflix Original
Divines (2016) – Netflix Original
Prelude to War (1942)
San Pietro (1945)
Sour Grapes (2016)
Thunderbolt (1947)
Tunisian Victory (1944)
Undercover: How to Operate Behind Enemy Lines (1943)
Why We Fight: The Battle of Russia (1943)
WWII: Report from the Aleutians (1943)

22. nóvember

Mercy (2016) – Netflix Original
November 23rd

Penguins: Spy in the Huddle (Season 1)

25. nóvember

3% (Season 1) – Netflix Original
Boyhood (2014)
Gilmore Girls: A Year in the Life – Netflix Original
Michael Che Matters – Netflix Original

29. nóvember

Silver Skies (2016)

30. nóvember

Ghost Team (2016)
I Dream Too Much (2016)
The Jungle Book (2016)
Level Up (2016)
Traded (2016)