Náðu í appið

Marnie 1964

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Would his touch end Marnie's unnatural fears or start them again?

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Marnie Edgar er óforbetranlegur lygari og þjófur sem fær sér regluega nýja vinnu sem ritari og eftir nokkra mánuði í starfi þá rænir hún fyrirtækið sem hún vinnur hjá, og stelur að jafnaði nokkrum þúsundum Bandaríkjadala. Þegar hún fær vinnu hjá Rutland´s, þá fær myndarlegur eigandi fyrirtækisins, Mark Rutland, augastað á henni. Hann kemur í veg... Lesa meira

Marnie Edgar er óforbetranlegur lygari og þjófur sem fær sér regluega nýja vinnu sem ritari og eftir nokkra mánuði í starfi þá rænir hún fyrirtækið sem hún vinnur hjá, og stelur að jafnaði nokkrum þúsundum Bandaríkjadala. Þegar hún fær vinnu hjá Rutland´s, þá fær myndarlegur eigandi fyrirtækisins, Mark Rutland, augastað á henni. Hann kemur í veg fyrir að hún nái að stela frá honum og hlaupast á brott, eins og hún gerir jafnan, og neyðir hana til að giftast sér. Brúðkaupsferðin þeirra endar með ósköpum og hún þolir ekki að láta karlmann snerta sig. Þegar þau koma heim aftur þá ræður Mark spæjara til að grennslast fyrir um fortíð hennar. Þegar hann kemst að því hvað kom fyrir hana í barnæsku sem er orsök þess hvernig hún er í dag, þá ákveður hann að reyna að hitta á móður hennar til að færa þá hræðilegu hluti upp á yfirborðið sem gerðust þegar hún var barn, til að bældar minningarnar hái henni ekki áfram, og hann nái að bjarga henni. ... minna

Aðalleikarar


Alfred Hitchcock er sennilega minn uppáhaldsleikstjóri, og það er mikill fengur í nýja DVD-safninu sem Universal var að gefa út með flestum myndum meistarans. Marnie var ein af þeim Hitchcock-myndum sem ég hafði ekki séð, og þegar ég sá hana úti á leigu stóðst ég hreinlega ekki mátið. Marnie er ekki á meðal frægustu mynda Hitchcocks, sennilega þar sem hún kom strax á eftir meistaraverkunum Psycho og The Birds og var ekki jafn sjokkerandi. Hitchcock vildi fá Grace Kelly í titilhlutverkið og hætti næstum við myndina eftir að það mistókst. Eftir The Birds snerist honum hugur og hann réð Tippi Hedren á staðnum til að leika Marnie, konu sem er lygari, þjófur, og karlahatari út í gegn. Hún ferðast á milli staða undir fölsku nafni og rænir fyrirtæki stórum fjárfúlgum. Dag einn kemur hún til Philadelphiu og ræður sig til Rutland-fyrirtækisins, sem hún ætlar að ræna um leið og færi gefst. Hún veit ekki að eigandinn, Mark Rutland (Sean Connery), kannast við hana frá öðrum stað sem hún rændi og ætlar sér að fylgjast vel með frúnni. Marnie hefur hitt ofjarl sinn og myndin fylgist með sálfræðistríði þessara tveggja karaktera, sem leiðir til mjög dramatískra og óvæntra endaloka. Hitchcock notast mikið við hreina sálfræði í þessari mynd, og var greinilega talsvert á undan sinni samtíð með það. Litir skipta jafnframt miklu máli hér, einkum gulur og rauður. Hedren er fyrsta flokks sem Marnie. Hlutverkið er mjög krefjandi og talsvert óvenjulegt fyrir sína samtíð. Connery er traustur að venju, og Diane Baker sem lævís ung kona og Louise Latham sem móðir Marnie eru einnig sérlega góðar. Marnie er kannski ekki meðal þekktustu mynda meistarans, en sannarlega vel þess virði að kíkja á við tækifæri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn