Zero sigrar nýju myndirnar

Spennutryllirinn Zero Dark Thirty, sem fjallar um leitina að hryðjverkaforingjanum Osama Bin Laden, var mest sótta bíómyndin í bandarískum bíóhúsum nú um helgina, þrátt fyrir að myndin sé þónokkuð umdeild, og menn séu ekki á eitt sáttir um hve nákvæma mynd hún birtir af málinu og yfirheyrsluaðferðum hersins.

Myndin þénaði 24 milljónir Bandaríkjadala þessa helgina, en myndin var frumsýnd 19. desember sl. og fer upp úr 16. sæti aðsóknarlistans í síðustu viku.

Tvær nýjar myndir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Zero Dark Thirty, en A Hounted House lenti í öðru sæti og hin nýja myndin, Gangster Squad, lenti í þriðja sæti, sem kemur á óvart þar sem hún er troðfull af gæðaleikurum.

A Hounted House er leikstýrt af Michael Tiddes og Marlon Wayans skrifar handrit með honum. Myndin þénaði 18,1 milljón dala á meðan Gangster Squad þénaði 16,7 milljónir dala.

Django Unchained, vestri Quentin Tarantino, féll niður í fjórða sætið og þénaði 11 milljónir dala yfir helgina. Vesalingarnir, eða Les Miserables, lenti í fimmta sæti með 10,1 milljón dala.

Sjáðu áætlaðan lista 20 efstu mynda hér að neðan, en skjámyndin er tekin af Box Office Mojo vefnum: