Sony Pictures kvikmyndafyrirtækið hefur ákveðið að búa til nýja útgáfu af hinni sígildu sögu Little Women, eða Yngismeyjum eins og sagan heitir í íslenskri þýðingu. Olivia Milch hefur verið ráðin til að skrifa handrit myndarinnar.
Sagan er eftir Louisa May Alcott og fjallar um fjórar systur sem alast upp á árunum eftir borgarastríðið í Bandaríkjunum.
Síðast var gerð kvikmyndagerð af sögunni árið 1994 í leikstjórn Gillian Armstrong. Meðal leikenda í þeirri mynd voru Winona Ryder, Kirsten Dunst og Christian Bale. Sú mynd þénaði 95 milljónir dala í miðasölunni á heimsvísu og fékk þrenn Óskarsverðlaun. Þar á meðal fékk Ryder Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Tvær aðrar kvikmyndagerðir hafa verið gerðar. Ein árið 1933 með Katherine Hepburn í aðalhlutverki og ein árið 1949 ( sjá meðfylgjandi mynd ) með Elizabeth Taylor í aðalhlutverki.