Xena í Boogieman

Lucy Lawless, sem einhverjir þekkja kannski sem stríðsprinsessuna Xenu úr samnefndum snilldar sjónvarpsþáttum, mun leika í kvikmyndinni Boogieman sem framleidd verður af leikstjóranum Sam Raimi ( Spider-Man ), en hann framleiddi einmitt Xena þættina á sínum tíma. Myndin fjallar um ungan mann sem snýr aftur í heimabæ sinn eftir lát föður síns. Hann vill komast að því í eitt skipti fyrir öll hvort að skrímslið sem ofsótti hann í æsku hafi verið raunverulegt eða aðeins afurð ímyndunarafls hans. Tory Mussett ( The Matrix Reloaded ) og Skye McCole Bartusiak fara einnig með aðalhlutverk í myndinni, en tökur á henni hófust í Nýja Sjálandi nú fyrir stuttu.