Næsta X-Men mynd kemur út sumarið 2014 en vangaveltur hófust um mögulegt nafn og söguþráð hennar strax eftir að First Class kom út í fyrra. Þó svo að það hafi verið ljóst í rúman mánuð núna að næsta X-Men myndin verði byggð að einhverju leyti á myndasögunni Days of Future Past sem kom út árið 1981 þá var nafnið á myndinni ekki staðfest opinberlega fyrr en í dag.
Myndin mun bera nafnið X-Men: Days of Futures Past og mun söguþráðurinn flakka á milli nútíðar og framtíðar þar sem ofurhetjurnar taka á stóra sínum í baráttunni við ill öfl. Enn sem komið hafa leikarar eins og Michael Fassbender, James McAvoy, Jennifer Lawrence, Nicholas Hoult og Rose Byrne staðfest hlutverk sitt í myndinni.
Ég er ekki mikill X-Men aðdáandi og hef því ekki lesið myndasögurnar. Orðið á götunni er þó að þetta sé hörkusöguþráður sem framleiðendur og leikstjóri hafa valið að fara eftir í framhaldsmyndinni þannig að ég er temmilega spenntur. Þeir sem vilja vita meira um mögulegan söguþráð myndarinnar geta lesið þetta.