James Wong og Glen Morgan, tveir menn sem skrifuðu fyrir X-Files sjónvarpsþættina, og voru teymið á bak við Final Destination, eru nú komnir með tvær myndir í farveginn og eru þær báðar endurgerðir af myndum frá 8. áratugnum. Sú fyrsta, Willard, fjallar um félagslegt úrhrak sem notar vinskap sinn við rottur til þess að hefna sín á þeim sem hafa gert grín að honum. Sú seinni, Don´t Be Afraid Of The Dark, fjallar um konu sem óvart hleypir út litlum djöflum í húsi sínu. Morgan mun leikstýra Willard fyrir New Line Cinema, og er það leikstjórafrumraun hans. Don´t Be Afraid Of The Dark verður aftur á móti gerð fyrir Dimension Films.

