X Files 2:Plakat og 2 bootleg trailerar!

Fyrir stuttu þá birtu aðstandendur nýjustu X-files myndarinnar, The X Files 2 trailer á WonderCon. Á sama tíma var annar trailer sýndur annarsstaðar og því eru tveir trailerar í gangi, örugglega til þess að hita upp fólk. Við bendum á að trailernarnir eru teknir upp á myndavél og því alls ekki í góðum gæðum, enda bootleg trailerar. Orðrómurinn er sá að trailerinn verði frumsýndur 2.maí á frumsýningu Iron Man. Bootleg trailerana má sjá á forsíðunni, eða á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is

Einnig var gefinn út ,,teaser“ plakat fyrir myndina sem lítur ansi vel út og má sjá í flottum gæðum hér fyrir neðan:

The X Files 2 verður frumsýnd vestanhafs 25.júlí 2008.

Við viljum líka benda ykkur á frétt sem við birtum í lok febrúar, en þá kom „teaser plakat“ út fyrir myndina, sem við ásamt öðrum, sáum í gegnum. Fréttina má lesa hér.