Rupert Wyatt, leikstjóri (hinnar ömurlegu) Rise of the Planet of the Apes, mun ekki leikstýra næstu mynd í þríleiknum sem ber nafnið Dawn of the Planet of the Apes. Heimildir fregna að hann sé ósáttur við Fox, en fyrirtækið hefur neitað að staðfesta þessar fregnir.
Að sögn vefsíðunnar Deadline er Wyatt ósáttur með útgáfudagsetningu myndarinnar og segist ekki vera tilbúinn til þess að skila myndinni til frumsýningar 23.maí 2014, þrátt fyrir að handritið sé löngu tilbúið. Maður myndi halda að þetta væri nógur tími til þess að búa til eitt stykki Apaplánetumynd, en Wyatt er ekki með önnur verkefni í höndunum fyrir utan það að leikstýra Agent 13 með Charlize Theron í aðalhlutverki, en tökur á þeirri mynd eru enn ekki hafnar.
Þetta eru frekar spes fregnir! Það er spurning hvort Fox séu enn og aftur að sýna peningagræðgi sína í verki og heimtað myndina á réttum tíma á kostnað gæðanna, annað eins hefur nú gerst. Hver heldur þú að setjist í leikstjórastólinn ?