Hvað ef ein af frægustu teiknimyndum sögunnar yrði breytt í eina frægustu hryllingsmynd sögunnar? Af þessari spurningu hefur listamaðurinn Kyle Lambert eflaust spurt sig af áður en hann hóf að teikna Woody og fleiri persónur úr teiknimyndinni Toy Story sem persónur í hryllingsmyndinni The Shining.
Teiknimyndalistin tók stórt stökk með gerð Toy Story á sínum tíma, en hún var algerlega hönnuð með tölvustýrðum verkfærum. Myndin var fjögur ár í vinnslu og er notuð sérstök þrívíddartækni sem var hönnuð af Pixar fyrirtækinu. Aftur á móti er The Shining af mörgum talin vera ein besta hryllingsmynd allra tíma og er myndin frá árinu 1980. Myndin er leikstýrð af Stanley Kubrick og styðst við skáldsögu Stephen King.
Hér að neðan má sjá nokkrar teikningar af heimasíðu Lambert, en fyrir áhugasama má nálgast myndasyrpuna í heild sinni, hér. Myndasyrpan ber heitið Toy Shining og fer Woody með hlutverk Jack Torrance, sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega á sínum tíma.