Reese Witherspoon leikur aðalhlutverkið í myndinni Wild sem verður gerð eftir handriti Nicks Hornby.
Maðurinn á bak við High Fidelity, mun gera handritið eftir sjálfsævisögu Cheryl Strayed. Witherspoon framleiðir einnig myndina, samkvæmt Deadline.
Í bókinni segir Strayed frá erfiðleikum sínum við að sætta sig við dauða móður sinnar og misheppnað hjónaband sitt. Hún ákveður að fara í 1.700 kílómetra „göngutúr“ eftir strönd Kyrrahafsins til að ná áttum á nýjan leik.
„Ég hreifst mikið af endurminningum Cheryl Strayed. Bókin er fyndin, sársaukafull og uppfull af hugrekki,“ sagði Hornby, sem vildi strax búa til kvikmyndahandrit upp úr henni.