Í kvöld fer fram Ofurskálin svokallaða, úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum, en þar eigast við Philadelphia Eagles og New England Patriots. Í auglýsingatímum í leikhléi eru sýndar einhverjar flottustu og dýrustu auglýsingar hvers árs í Bandaríkjunum, og framleiðendur sjónvarpsefnis og kvikmynda kynna þar jafnan nýtt efni til leiks.
Sagt er að áhorfendur megi eiga von á nýrri stiklu úr Westworld 2 frá HBO sjónvarpsstöðinni í auglýsingahléi leiksins, en talið er að Jonathan Nolan, einn höfunda þátttanna, leikstýri stiklunni. Þar er sagt að verði á ferðinni bæði nýtt efni, sem og efni úr þáttaröð eitt sem sló eftirminnilega í gegn haustið 2016.
Fyrir áhugasama þá ættu þeir að kíkja í tímaritið Entertainment Weekly en þar voru birtar nýjar ljósmyndir úr seríunni nýlega, myndir eins og þessi hér fyrir neðan þar sem Bernard Lowe, sem Jeffrey Wright leikur, er með ófullgerðan Westworld gestgjafa á bakvið sig.
Það er óhætt að mæla með þessum þáttum sem gerast í skemmtigarði sem er eins og villta vestrið, en gestir geta þar hagað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist í kringum mjög raunveruleg vélmenni sem þar er að finna.
Helstu leikarar aðrir eru Evan Rachel Wood, Thandie Newton, Ed Harris, James Marsden og Jimmi Simpson.
Von er á þáttunum á skjáinn í apríl nk.