Leikstjórinn Wes Craven ( Scream ) er að fara að leikstýra nýrri mynd um Lísu í Undralandi sem byggð er á tölvuleiknum American McGee´s Alice. Þar sem leikstjórinn er þekktur fyrir allt annað en barnamyndir, kemur ekkert á óvart að þetta skuli vera dimm og drungaleg mynd um hinar dekkri hliðar sögunnar. Í þessari útgáfu, sem ber vinnuheitið Alice, gerist sagan tíu árum eftir að Lísa snýr aftur frá Undralandi. Hún hefur eytt þessum tíu árum inni á geðsjúkrahúsi, að reyna að koma fólki í skilning um að sögur hennar um Undraland hafi ekki verið ofskynjanir. Þegar henni er sleppt af sjúkrahúsinu snýr hún aftur til Undralands til þess að sanna tilvist þess, og kemst þá að því að það hefur breyst til hins verra. Enn hafa engir leikarar verið ráðnir.

