Fröken Alien, Sigourney Weaver, hefur ákveðið að leika í lítilli sjálfstætt framleiddri kvikmynd áður en hún hefur leik í The Woods, nýrri mynd leikstjórans M. Night Shayamalan ( Signs ). Nefnist hún Imaginary Heroes og fjallar um fjögurra manna fjölskyldu sem reynir að takast á við sjálfsmorð elsta sonarins, en hann var íþróttagarpur mikill og á góðri leið í lífinu. Myndinni verður leikstýrt af nýgræðingnum Dan Harris, og verður, þrátt fyrir söguþráðinn, í gamansömum tón.

