Warner Bros hafnar Dumb and Dumber 2

dumbÞrátt fyrir að allir þeir sem tóku þátt í upprunalegu kvikmyndinni um heimskupör Lloyd Christmas og Harry Dunne, vilji endurtaka leikinn þá hefur Warner Bros hætt við gerð framhaldsmyndarinnar Dumber and Dumber To.

Jim Carrey, Jeff Daniels og Farrelly-bræður hafa staðfest að þeir vilji gera framhaldsmynd og þurfa því nú að snú sér að öðru framleiðslufyrirtæki, því að Warner Bros hefur einfaldlega engan áhuga á verkefninu.

Þau svör sem framleiðslufyrirtækið gefur hljóðar þannig að Jim Carrey hafi ekki dregið nóg af fólki í kvikmyndahús upp á síðkastið og að handritið heilli þá ekki upp úr skónum. Framhaldsmyndin myndi fjalla um Christmas og Dunne í leit að nýju nýra fyrir þann síðarnefnda. Í kjölfarið myndu félagarnir fara á stjá í leit að dóttur Dunne, sem þeir halda að sé eina manneskjan sem myndi hugsanlega vera viljug til þess að gefa Dunne líffæri.

Upprunalega kvikmyndin Dumb and Dumber er ein vinsælasta gamanmynd allra tíma og fjallar um tvo nautheimska vini sem fara til Aspen til þess að skila tösku sem er í eigu fallegrar konu sem annar þeirra hitti á flugvelli.