Nýtt myndband er komið inná Kvikmyndir.is sem fer frá A til Ö í gegnum hljóðhönnun og hljóðblöndun næstu Pixar myndar, WALL·E sem verður frumsýnd á Íslandi 30.júlí. Myndbandið er alls ekki langt og er afar skemmtilegt, hvort sem maður hafi áhuga á hljóðblöndun eða ekki.
Hljóðhönnuður WALL·E er enginn annar en Ben Burtt, en hann sá um hljóðið í Star Wars myndunum og Indiana Jones, ásamt miklu meiru og er í rauninni talið goð í þessum efnum, og langsamlega sá besti í bransanum. Það er ótrúlegt að fylgjast með honum að störfum, og sjá hvar hann fær innblásturinn fyrir þessum hljóðum.
Myndbrotið má sjá á forsíðunni hér á Kvikmyndir.is fyrst um sinn, hjá videospilaranum undir „Aukefni“, eða með því að kíkja á undirsíðu myndarinnar.

