Nú fer að líða að jólum og ætlum við á Kvikmyndir.is í tilefni af því að telja niður í uppáhalds jólamynd Íslendinga. Í síðasta mánuði vorum við með kosningu hér á vefnum, og fjöldamargir tóku þátt. Við fengum marga tugi mynda á lista, en við munum telja upp þær tíu efstu, eina á hverjum degi þangað til á aðfangadagsmorgun, þegar uppáhalds jólamynd Íslendinga – eins og þið völduð – verður tilkynnt. En byrjum á byrjuninni…
10. sætið:
Þessi sígilda mynd frá Frank Capra er fyrir löngu orðin jólaklassík. Bisnessmaðurinn George Bailey hefur alltaf komist í gegnum lífið á gleðinni, jafnvel þegar á móti blæs. En þegar lífið verður honum ofviða óskar hann þess að hafa aldrei fæðst. Þá mætir engill á svæðið og sýnir honum hvernig líf þeirra sem hann elskar hefði verið án hans, sem snýr hug hans á endanum. Sumir geta ekki látið ein einustu jól líða án þess að horfa allavega einu sinni á It‘s a Wonderful Life.
George Bailey – You Want the Moon?
Eigið þið einhverja jólaminningu í kringum It’s a Wonderful Life? Endilega deilið henni með okkur!
Kíkið svo á vefinn á morgun og sjáið hvaða mynd er í níunda sæti…
-Erlingur Grétar