Bíómyndin Nornaveiðimennirnir Hans og Gréta eða Hansel & Gretel: Witch Hunters er toppmynd helgarinnar í Bandaríkjunum, en eins og við sögðum frá á laugardaginn var henni spáð mestum vinsældum eftir bíóaðsókn föstudagsins síðasta.
Myndin þénaði 19 milljónir Bandaríkjadala í fyrsta sætinu. Önnur ný mynd, gamanmyndin Movie 43, sem er sneisafull af frægum leikurum, gekk heldur verr. Myndin floppaði, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hve margir frægir leikarar, leikstjóri og framleiðandi stóðu að myndinni. Myndin náði sjöunda sætinu, með 5 milljónir dala í tekjur yfir helgina. Myndin hefur mælst misjafnlega fyrir og er með 5% á Rotten Tomateos vefsíðunni.
Parker, spennumynd þeirra Jason Statham og Jennifer Lopez þénaði sjö milljónir dala í fimmta sætinu.
Af þessum þremur ofangreindu myndum er Parker með hæstu einkunnina á Rotten Tomatoes vefsíðunni eða 37% en Hans og Gréta eru með 18%.
Hansel & Gretel: Witch Hunters kostaði 50 milljónir dala í framleiðslu og boginn var því hæst spenntur þar af þessum þremur myndum.
Í Movie 43 leika m.a. stórstjörnurnar Emma Stone, Halle Berry, Richard Gere, Kate Winslet og hin Óskarstilnefndu Hugh Jackman og Naomi Watts, en framleiðslukostnaður var 6 milljónir dala. Meðal framleiðenda er Peter Farrelly, annar Farrelly grínbræðranna.
Parker kostaði 30 milljónir dala í framleiðslu og henni gekk álíka vel og fyrri myndum Stathams, eins og Safe frá því í fyrra.
Hér að neðan eru tíu aðsóknarmestu myndirnar í Bandaríkjunum um helgina:
Hansel & Gretel: Witch Hunters, 19 millljónir dala.
Mama, 12,9 milljónir dala.
Silver Linings Playbook, 10 millljónir dala.
Zero Dark Thirty, 9,8 millljónir dala.
Parker, 7 millljónir dala.
Django Unchained, 5,005 millljónir dala.
Movie 43, 5 millljónir dala.
Gangster Squad, 4,2 millljónir dala.
Broken City, 4 millljónir dala.
Les Misérables, 3,9 millljónir dala.