Berdreymi, nýja íslenska myndin sem er, samkvæmt leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundsyni, saga um vináttu, von og flóknar tilfinningar, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Hún skákar þannig báðum nýju kvikmyndunum sem komu í bíó um síðustu helgi.
Önnur þeirra, Downton Abbey: A New Era fór beint í sjötta sæti listans, með aðsókn upp á 537 bíógesti, og Operation Mincemeat, sem er sannsöguleg og gerist í seinni heimsstyrjöldinni, fór rakleiðis í tólfta sæti listans, en 140 manns drifu sig í bíó til að sjá hana.
Tvær hafa sætaskipti
Það vekur athygli að Sonic The Hedgehog 2 og Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, hafa sætaskipti. Sonic er nú í öðru sæti en var í því þriðja í síðustu viku og Fantastic Beasts er í þriðja sæti en var í öðru sæti í síðustu viku. Myndirnar hafa báðar verið í meira en mánuð í bíó.
The Northman situr sem fastast í fjórða sætinu.
Leðurblökumaður tekjuhár
Að lokum má minnast á að sú mynd með samanlagt mestar tekjur er The Batman með 61 milljón króna.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: