Viltu vinna miða á Oculus?

Oculus-poster-with-Karen-GillanVið hjá Kvikmyndir.is ætlum að gefa 10 heppnum tvo miða á hryllingsmyndina Oculus. Myndin er framleidd af þeim sömu og færðu okkur Paranormal Activity og Insidious.

(Uppfært: Vinningshafar eru: Sólveig Ásta Friðriksdóttir, Hlynur Hafliðason, Birgir Steinn Steinþórsson, Fanney Finnsdóttir, Guðmundur Halldór Karlsson, Örvar Hafþórsson, Valdís Hrönn, Íris Davíðsdóttir, Brynjar Hafþórsson og Linda Björk Ómarsdóttir. Vinningshafar geta sótt miðana sína í verslun Nexus, Nóatúni 17.)

Oculus er frumsýnd miðvikudaginn 16. apríl og verður sýnd í Smárabíói og Háskólabíói.

Við minnum á að myndin er stranglega bönnuð börnum og er aldurstakmarkið 16 ár.

Oculus fjallar um hryllilegan harmleik í Russell fjölskyldunni og líf systkinanna Tim og Kaylie, sem voru þá á unglingsaldri, breyttist að eilífu þegar Tim var fundinn sekur um að hafa myrt foreldra þeirra.  Tim er látinn laus úr fangelsi þegar hann er kominn á þrítugsaldur og reynir að fóta sig í samfélaginu, en atburðirnir ásækja systur hans enn. Kaylie er sannfærð um að morðin hafi verið framin af illum yfirnáttúrulegum öflum. Þegar Kaylie fer að róta í fortíðinni hleypir hún nýju lífi í vættirnar sem voru að verki fyrr og martröð barnæskunnar hefst á ný.