Viltu leika í stuttmynd?

Framleiðslufyrirtækið Behind the Scenes auglýsir eftir leikurum af báðum kynjum fyrir stuttmyndina Ólgusjór eftir Andra Frey Ríkarðsson. Myndin verður tekin upp 22.-26. júní næstkomandi á Snæfellsnesi.


Karlar á aldrinum 21-25 ára og konur á aldrinum 25-30 ára eru hvött til að sækja um. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á olgusjor@scs.is. Nauðsynlegt er að senda fullt nafn, símanúmer, nýlega ljósmynd og upplýsingar um bakgrunn og reynslu í leiklist. Þess má geta að greitt er fyrir verkefnið.

Aðstandendur myndarinnar hafa gert stuttmyndir og tónlistarmyndbönd sem hafa ratað á allar helstu kvikmyndahátíðir landsins. Má þar nefna stuttmyndirnar Yfir horfinn veg eftir leikstjóra og handritshöfund myndarinnar og Samstíga eftir framleiðanda myndarinnar.