Vill Marvel ekki Favreau í Iron Man 2 ??

Við sögðum frá því í gær að leikstjóri Iron Man, Jon Favreau sé ósáttur við útgáfudagsetningu Iron Man 2. Jon sagði á spjallborði á MySpace að það væru 5 vikur síðan Marvel hafði samband við hann síðast, er það ekki fulllangur tími?

Staðreyndin er sú að nú situr Marvel í bílstjórasætinu í fyrsta sinn í langan tíma, en Iron Man og The Incredible Hulk eru fyrstu og einu myndirnar sem stúdíóið hefur gert algerlega á eigin spýtur. Favreau er tiltölulega nýr leikstjóri, en hann stóð sig ótrúlega vel með fyrstu Iron Man myndina sem mokaði 535 milljónum dollara í kassa Marvel enn sem komið er (þeir búast við um 800 milljónum eftir að myndin kemur út á DVD).

Skiljanlega mætti Favreau til samningaborðsins með Marvel og vildi fá meiri pening, skiljanlega upphæð sem má rekja til velgengni Iron Man og er algerlega í takt við það sem er að gerast á markaðnum í dag. Ástæða þess að Favreau hefur ekki enn verið ráðinn til að gera Iron Man 2 er að Marvel neitar að semja við hann um þessi laun.

Marvel telur sig geta gert Iron man 2 án hans og þurfi í raun ekki á hans störfum að halda, fólk mun kaupa sig inn á myndina hvort sem er, og því er um að gera að slá af þegar kemur að kostnaði og þar koma laun leikstjórans inní. Það sorglegasta við þetta er að eins mikið og þetta hljómar eins og slúður, þá er þetta víst komið nokkrum skrefum nær áreiðanleika en það.

Opinbera skýring Marvel á þessu máli er að samningar standa nú enn yfir.

Tengdar fréttir:
10.6.2008    Jon Favreau ósáttur við útgáfudagsetningu IM2