Daniel Craig vill ekki að sér líði of vel í þeim hlutverkum sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur leikið njósnarann James Bond í þremur myndum, nú síðast Skyfall, og passar sig á því að taka hlutverki 007 ekki sem sjálfsögðum hlut.
„Er ég fastur í þægindarammanum? Nei, alls ekki,“ sagði Craig við tímaritið OK!. Ég hef engan áhuga á að vera í einhverjum þægindaramma þegar ég er að leika. Ég vil fá áskorun á hverjum einasta degi.“
Talið er að Craig hafi samþykkt að leika Bond í tveimur myndum til viðbótar, aðdáendum njósnarans sennilega til mikillar gleði.