Vilja ná að skora eitt mark

Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af fótboltalandsliði Bandarísku Samóaeyja.

Eyjarnar eru staðsettar í Kyrrahafinu, miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii. Þær eru fimm allt í allt auk tveggja kóraleyja. 55 þúsund manns búa á eyjunum.

Þegar hollensk-bandaríska þjálfaranum Thomas Rongen eru settir þeir afarkostir að þjálfa liðið eða vera rekinn ella ákveður hann að þjálfa þetta versta landslið knattspyrnusögunnar. Lokatakmark Rongen með liðið er ekki að vinna heldur að hjálpa því að skora fyrsta markið í sögu landsliðsins, og með aðstoð eins leikmanns, Jaiyah Saelua, gæti hann átt möguleika á því.

Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi heldur hér um leikstjórnartauma en myndin er byggð á samnefndri heimildarmynd.

Next Goal Wins (2014)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 100%
The Movie db einkunn7/10

Árið 2001 tapaði Kyrrahafsþjóðin smáa Bandarísku- Samóaeyjar fótboltaleik með 31 marki gegn engu á móti Ástralíu. Áratug eftir þetta niðurlægjandi kvöld situr þjóðin enn sem fastast á botni styrkleikalista FIFA. Næsta áskorun er undankeppni HM í Brasilíu 2014 … og nú ...

Waititi er einnig höfundur handrits ásamt Iain Morris. Helstu leikarar eru Michael Fassbender, Oscar Kightley, Kaimana, David Fane, Rachel House, Beulah Koale, Will Arnett og Elisabeth Moss.

Í samtali við kvikmyndaritið Screen Rant er Waititi spurður um hvað kveikti áhuga hans á verkefninu og hvernig myndin væri ólík öðrum kvikmyndum hans. „Ég held að það eina sem gerir hana ólíka hinum myndunum er að þetta er íþróttamynd. En allir Taika hlutirnir eru þarna. Það er húmor, drama og nokkur tár. Ég vil hafa myndir mínar hvetjandi. Ég held að í heimi kvikmynda og í veröldinni sem við lifum í í dag séum við sífellt minnt á hvað mennirnir eru hræðilegir, og hve erfitt er að lifa á plánetunni. Og ég trúi ekki á það.

Next Goal Wins (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 45%

Sagan af hinu hræðilega lélega fótboltaliði Bandarísku Samóaeyja sem þekkt varð fyrir 31-0 tap gegn Ástralíu árið 2001. Nú er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2014 á næsta leiti. Nýr þjálfari er ráðinn til að hífa gengi liðsins upp....

Mér finnst mannfólkið stórkostlegt og ég trúi á mannkynið. Ég trúi á kraft vonarinnar og það að vera góður og hamingjusamur. Mikið af þessari kvikmynd er um að sleppa tökunum og ekki reyna að stjórna öllu í lífinu. Þetta snýst ekki um að sigra. Þetta er ekki um þessa hamslausu hrifningu sem kemur með árangri. Því hvað er árangur? Í kvikmyndinni er árangur að hafa lið sem getur leikið leikinn og það er árangurinn. Og fjölskylda. Þú skapar hana.“

Bætti við gamansemi

Jaiyah er síðan spurður um það hvernig það var að færa menningu Bandarísku Samóaeyja á hvíta tjaldið.
„Það var reyndar verkefni Taika. Að tryggja að menningu okkar væru gerð góð skil. Ég hafði ekki mikið að segja um myndina sjálfa, en auðvitað, ef einhver í Hollywood gæti fjallað um menningu okkar og Kyrrahafið þá væri það Taika. Svo hefur hann einnig bætt gamansömum atriðum við þetta allt, sem er til bóta. Þannig að ég held hann hafi haft gott teymi menningarlegra ráðgjafa.“

Waititi tekur undir það og segir að margir leikaranna hafi lagt sitt af mörkum hvað það varðar. Sjálfur sé hann auðvitað Nýsjálendingur og Maóri. „Við erum öll lík þarna í Kyrrahafinu, þó sitthvað greini okkur að.“