Veldu lífið – T2 Trainspotting – Fyrsta stikla!

„Veldu lífið. Veldu Twitter. Veldu Facebook. Veldu Instagram.“ Þannig byrjar fyrsta stiklan í fullri lengd úr T2 Trainspotting, sem gefur góð fyrirheit um nýja og æsilega tilfinningarússibanareið gömlu félaganna úr fyrri myndinni, þeirra Renton (Ewan McGregor), Spud (Ewan Bremner), Sick Boy (Jonny Lee Miller) og Begbie (Robert Carlyle).

Leikstjóri er sá sami og í fyrri myndinni, Danny Boyle. Myndin er gerð eftir sögu Irvine Welch, Porno.

trainspotting

Söguþráðurinn er eftirfarandi: Mark Renton snýr aftur til þess eina staðar sem hann getur kallað heimili sitt. Þar bíða þeir eftir honum þeir Spud, Sick Boy og Begbie.  Aðrir gamlir vinir eru þarna líka, eins og: Sorg, missir, gleði, hefnd, hatur, vinátta, ást, ótti, eftirsjá, dóp, sjálfseyðingarhvöt og bráð lífshætta.“

Myndin kemur í bíó á Íslandi 3. febrúar nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan:

t2-1