Van Damme vill hlutverk í The Avengers 2

Slagsmálahetjan Jean-Claude Van Damme gaf það út á facebook síðu sinni á sunnudaginn að hann hafi mikinn áhuga á því að leika í The Avengers 2.

„Ég las það að Chrish Hemsworth vilji að ég taki að mér aukahlutverk í The Avengers 2! Það væri mjög gaman að leika persónu úr þessum frábæru sögum“ segir Van Damme og heldur áfram „Ég er mikill aðdáandi hetjunnar The Silver Surfer og einnig persónu sem kallast Doc Savage – the Man of Bronze“

Van Damme sást seinast á hvíta tjaldinu í The Expandables 2 en hefur þrátt fyrir það ekki rifið sig upp úr ‘beint á DVD’ kvikmyndum.

The Avengers var gríðarlega vinsæl og halaði inn 1,5 milljörðum dollara á heimsvísu.  Joss Whedon sér um handrit og leikstjórn myndarinnar, rétt eins og hann gerði í Avengers 1,  en myndin er áætluð í kvikmyndahús 2015.