Valerian vísindaskáldsaga Besson – fyrsta ljósmynd!

Franski leikstjórinn Luc Besson birti í gær fyrstu opinberu ljósmyndina úr bíómyndinni Valerian, með þeim Cara Delevingne og Dane DeHaan í aðalhlutverkum.

Á myndinni eru leikararnir báðir í búningum sínum, og leikstjórinn stendur í miðjunni með bakið í myndavélina.

Von er á fleiri myndum í tímaritinu Entertainment Weekly.

NE8LFw1zulPobf_1_b

Myndin fjallar Valerian, sem Dane DeHaan leikur, og Laureline, sem Cara Delevingne leikur, sem rannsaka Syrte, höfuðplánetu í 1.000 plánetna sólkerfi.

Verkefni þeirra er að komast að því hvort að íbúarnir á Syrte geti mögulega ógnað Jörðinni. Þau finna hinsvegar hnignandi veldi, undir stjórn úr sér genginna aðalsmanna, almennings sem er tilbúinn í byltingu, og dularfullum hópi vitringa sem stjórna úr fylgsni sínu í huldum skógi. Sendiboðarnir frá Jörðinni verða að velja hverjum þeir ætla að fylgja að málum .

Aðrir helstu leikarar eru Clive Owen, Rihanna, Ethan Hawke, John Goodman, Herbie Hancock og Yifan Wu.

Myndin er byggð á teiknimyndasögu sem birtist fyrst árið 1967, og hefur síðan þá selst í meira en 10 milljónum eintaka á 21 tungumáli. Um er að ræða metnaðarfyllsta og dýrasta verkefni sem fyrirtæki Besson, EuropaCorp, hefur nokkru sinni framleitt.

Besson leikstýrir og skrifar handrit, en frumsýning er áætluð 21. júlí 2017.