Anna fær stiklu í skugga ásakana

Lengi vel var hætta á að nauðgunarákæra á franska kvikmyndaleikstjórann Luc Besson yrði til þess að nýjasta spennutrylli hans, Anna, yrði endanlega pakkað ofaní skúffu, en nú þegar málinu hefur verið vísað frá, nánar tiltekið í febrúar sl., eftir níu mánaða rannsókn, gæti útlitið verið bjartara fyrir myndina. Nokkrar aðrar konur hafa þó komið fram […]

Geimverur af öllum stærðum og gerðum – fyrsta stikla úr Valerian and the City of a Thousand Planets

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd franska leikstjórans Luc Besson kom út í dag,  ævintýra-vísindaskáldsöguna Valerian and the City of a Thousand Planets, sem byggð er á vinsælum samnefndum teiknimyndasögum eftir Pierre Christin og Jean-Claude Mézières. Eins og sjá má á stiklunni þá gerist þetta í einhverskonar framtíðarheimi, þar sem geimverur af öllum stærðum og gerðum koma […]

Valerian verndar mannkynnið – Fyrsta ljósmynd!

Talið er að nýjasta kvikmynd Luc Besson, vísindaskáldsagan Valerian And The City Of A Thousand Planets, eigi eftir að vekja mikið umtal á Comic-Con teiknimynda- og afþreyingarráðstefnunni í San Diego, sem hófst í dag, en Besson er staddur ásamt leikurum myndarinnar á hátíðinni, að kynna myndina. Birt hefur verið fyrsta ljósmynd af aðalleikaranum Dane DeHaan í hlutverki Valerian, […]

Valerian vísindaskáldsaga Besson – fyrsta ljósmynd!

Franski leikstjórinn Luc Besson birti í gær fyrstu opinberu ljósmyndina úr bíómyndinni Valerian, með þeim Cara Delevingne og Dane DeHaan í aðalhlutverkum. Á myndinni eru leikararnir báðir í búningum sínum, og leikstjórinn stendur í miðjunni með bakið í myndavélina. Von er á fleiri myndum í tímaritinu Entertainment Weekly. Myndin fjallar Valerian, sem Dane DeHaan leikur, og […]

Rihanna í nýrri mynd Luc Besson

Söngkonan Rihanna mun leika stórt hlutverk í næstu mynd Luc Besson, Valérian and the City of a Thousand Planets.  Besson tilkynnti þetta á Instagram og setti þar mynd af Rihanna með orðunum: „Rihanna er Valerian!!!!….og hún leikur stórt hlutverk!! Ég er mjöööööög spenntur.“ Valérian and the City of a Thousand Planets er tímaflakksmynd sem gerist […]

Nýtt plakat úr Lucy með Scarlett Johansson

Nýtt plakat úr spennumyndinni Lucy með Scarlett Johansson í aðalhlutverki er komið á netið. Luc Besson leikstýrir myndinni, sem kemur í bíó 25. júlí vestanhafs. Hún átti að koma á hvíta tjaldið 8. ágúst en talið er að henni hafi verið flýtt til að sleppa við samkeppni við myndirnar Teenage Mutant Ninja Turtles og Into […]

Scarlett ofurmannleg í nýrri stiklu

Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Luc Besson, Lucy, var opinberað fyrr í dag. Í myndinni leikur Scarlett Johansson burðardýr sem umbreytist í mikla bardagahetju sem finnur ekki til sársauka og tilfinninga þegar eiturlyfið sem hún reyndi að smygla innvortis kemst óvart inn í blóðrás hennar. Lyfið eykur einnig á virkni heilans og í kjölfarið fær hún einnig […]

Scarlett með byssu í Lucy

Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Luc Besson, Lucy, var sýnt á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas. Í myndinni leikur Scarlett Johansson burðardýr sem breytist í umbreytist í mikla bardagahetju sem finnur ekki til sársauka og tilfinninga þegar eiturlyfið sem hún reyndi að smygla innvortis kemst óvart inn í blóðrás hennar. Áhorfendur á CinemaCon hrifust af […]

Bourne kemur 14. ágúst

Universal Pictures kvikmyndaverið tilkynnti í dag að það hefði valið 14. ágúst árið 2015 sem frumsýningardag fyrir fimmtu myndina í Bourne Identity njónsnaseríunni, auk þess sem verið staðfesti orðróm frá því fyrir mánuði síðan að Fast and the Furious leikstjórinn Justin Lin myndi leikstýra myndinni. Jeremy Renner mun í myndinni snúa aftur sem Aaron Cross, og […]

Maggie Grace er rænt aftur

Ný stikla fyrir spennumyndina Lockout er dottin á netið. Myndin kemur úr (verk)smiðju Luc Besson, og er með þeim Guy Pearce og Maggie Grace í aðalhlutverkum. Sagan er eitthvað á þá leið að dóttir forsetans (Grace) er í geimferð (þetta er í framtíðinni) að skoða nýja öryggisgeimfangelsið, sem að sjálfsögðu er ekki nógu öruggt, og […]

Jolie í hasarmynd eftir Besson

Ókrýndur konungur evrópskra hasarmynda, Luc Besson, á nú í viðræðum við Angelinu Jolie um að taka að sér aðalhlutverk í dramatískum spennutrilli sem Besson skrifaði handritið að, og ætlar sé aldrei þessu vant að leikstýra. Ekki er mikið meira vitað um myndina, en hún er sögð eiga að gerast í heimi vísinda, og verða í […]

The Lady – stikla

Nýjasta mynd Luc Besson hefur fengið stiklu, og kallast hún The Lady. Myndin fjallar um andlegan leiðtoga Burma, friðarverðlaunahafa Nóbels Aung San Suu Kyi, sem sat í yfir 15 ár í stofufangelsi. Michelle Yeoh fer með aðalhlutverkið og David Thewlis leikur eiginmann hennar Michael Aris. Myndin mun gerast á árunum 1988 – 1999. Því verða […]