Útgáfu Iron Man flýtt?

Andrew Cripps, forseti Paramount Pictures International hefur lekið út ýmsum upplýsingum að undanförnu, væntanlega til að hypa upp útgáfu stórmyndarinnar Iron Man. Myndin er sú fyrsta sem þeir gera í samstarfi við Marvel Studios.

Útgáfudagsetning myndarinnar hefur verið í gangi allt frá upphafi og er hún dagsett 2.maí og margir hafa bókað þann dag til að sjá myndina. Nú er hins vegar ljóst að myndin verður frumsýnd 30.apríl á fjölmörgum stöðum. Þetta er svipuð strategía og notuð var á Transformers og enn áður Mission Impossible III, en þær tvær voru sýndar mun fyrr en áætlunin sagði til um.

Enn er þetta ekki staðfest, en miklar líkur eru á að Paramount gefi frá sér yfirlýsingu fyrr en ella um þetta mál.

Nú er bara um að gera fyrir íslensk bíóhús að sýna myndina fyrr!