Handritshöfundarnir Amanda Silver og Rick Jaffa eru hvað þekktust fyrir að hafa skrifað handrit myndarinnar Rise of the Planet of the Apes sem kom út í fyrra og vakti takmarkaða lukku. Nú berast fregnir af því að parið hafi verið ráðið til þess að sjá um handrit Jurassic Park 4.
Nánast engar fréttir hafa borist af Jurassic Park 4 í tæpt ár, en þá var handritshöfundurinn Mark Protosevich að funda með Steven Spielberg varðandi næstu skref myndarinnar, en Spielberg mun framleiða myndina. Protosevich er á leiðinni út og Silver og Jaffa hafa verið fengin inn í staðinn og nú eru hjólin greinilega aftur farin að snúast.
Áætlunin er víst ekki að reboota myndina heldur koma með beint framhald af Jurassic Park 3 (hvernig sem þau ætla að fara að því). Æi ég veit það ekki, það er rosaleg B-lykt af þessu öllu saman. Er ekki komið gott ?