Universal hefur náð kvikmyndaréttinum að næstu mynd Ricky Gervais sem ber nafnið This Side of the Truth. Matthew Robinson gerir myndina ásamt Gervais.
Gervais sló í gegn í Office seríunum frægu, en í þetta skiptið leikur hann mann sem getur logið, í heimi þar sem enginn annar lýgur.
Universal eru heldur betur með pálmann í höndunum, en þeir keyptu einnig réttinn að Brüno, mynd Sacha Baron Cohen rétt áður en Borat kom út. Það að Universal hafi keypt réttinn að báðum þessum myndum þýðir að við megum búast við mjög öflugri útgáfu í Evrópu og víða í Bandaríkjunum.

