Unglingur endurgerir frægar senur með LEGO-köllum

Hinn 15 ára gamli Morgan Spencer tók sig til á dögunum og gerði magnað myndband þar sem hann endurgerir frægar kvikmynadsenur með LEGO-köllum. Í myndbandinu eru m.a. atriði úr kvikmyndum á borð við Titanic, Pulp Fiction og Singing’ in the Rain.

brick-flicks-lego-iconic-movie-recreations-morgan-spence-21

Spencer notast við við svokallaða „stop motion“ tækni, en þá eru ljósmyndir notaðar, þeim er síðan skeytt saman og mynda þá hreyfimynd. LEGO-kallarnir fá sitt eigið líf þegar hver hreyfing er brotin niður í ramma sem eru myndaðir og settir saman í runu. Þegar myndin hefur verið sett saman og sýnd virðast persónur myndarinnar hreyfast af eigin vilja.

Hér að neðan má sjá þetta stórskemmtilega myndband sem ber heitið Brick Flicks.