Umfjöllun: Rush (2013)

Er byggð á sönnum atburði sem átti sér stað í „Formula 1“ og fjallar um keppni á milli „James Hunt“ og „Niki Lauda“. Þessir tveir gætu ekki verið ólíkari persónur og berjast um heimsmeistaratitillinn 1976.

Rush

Sem fyrrum „Formula 1“ aðdáandi þá ætlaði ég ekki að sleppa því að sjá þessa og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.  Myndin er virkilega flott og skemmtileg. Chris Hemsworth (Thor, The Avengers) kemur skemmtilega á óvart með flottum leik og Daniel Brühl (Kóngavegur, Inglourious Basterds) er æðislegur í þessari mynd.

Þó að þú hafir ekki gaman af „Formula 1“ þá er þessi mynd góð.
Hans Zimmer er með flott soundtrack, það eina sem mér finnst að sumum lögunum er hvað þau eru stutt og þessi sjöundaráratugs lög eru ekki fyrir minn smekk, nema kannski „Fame“ með David Bowie.

Rush er á top #250 í sæti #136.

Í þremur orðum: Áhugaverð, sannsöguleg og vel gerð.

Ég gef Rush (2013) 8 af 10.