Glæný mynd hefur hreiðrað um sig á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans, Hangover 3, lokakafli Hangover þríleiksins.
Í þetta skiptið er engin gifting og ekkert steggjapartý eins og í hinum myndunum. Hvað gæti þá farið úrskeiðis? Myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í The Hangover Part II. Alan er illa á sig kominn eftir að hann missir föður sinn og vinir hans sjá að vinur þeirra þarfnast hjálpar þeirra og reyna að koma honum í meðferð á endurhæfingarstöð. Áætlunin fer úrskeiðis þegar maður að nafni Marshall rænir Doug og sendir Úlfagengið (e. the Wolf Pack) að leita að Leslie Chow.
Í öðru sæti er fyrrum toppmynd listans Dead Man Down, sem fer upp um eitt sæti á milli vikna. Þriðja sætið á önnur gömul toppmynd, spennutryllirinn Olympus has Fallen. Í fjórða sæti eru svo kappaksturshetjurnar í Fast and Furious 6 og í því fimmta Benedict Cumberbatch og félagar í Star Trek: Into Darkness.
Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum. Admission fer beint í 10. sætið og Dead in Tombstone fer beint í 11. sætið.
Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar á DVD og Blu-ray.
Smelltu hér til að skoða DVD hluta Mynda mánaðarins.
Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu vídeómyndirnar á Íslandi í dag: