Twohy gerir framhald af Pitch Black

Það er lengi búið að vera í bígerð að gera framhald af Pitch Black, en nú loksins er búið að gera samninga þess efnis. Leikstjóri myndarinnar, sem og handritshöfundur, David Twohy mun snúa aftur og sinna báðum hlutverkum enn á ný. Vin Diesel mun einnig snúa aftur, og vinna með Twohy að handritinu. Tökur á myndinni, sem ber heitið Riddick, hefjast síðar á árinu, og ef hún gengur vel þá ætla þeir félagar Twohy og Diesel að gera fleiri myndir um Riddick. Twohy er búinn að segja að hann álíti að þetta gætu orðið myndir eins og Mad Max, þar sem hver ný mynd kemur með nýjan flöt á persónunum og umhverfinu sem þær eru í. Universal kvikmyndaverið framleiðir myndina.