Two Guns eftir Baltasar Kormák – Fyrsta stiklan!

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Two Guns, með þeim Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkunum.

Miðað við það sem kemur fram í stiklunni þá virðist hér vera á ferðinni góður skammtur af bæði húmor og spennu.

Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Paula Patton, Bill Paxton, Edward James Olmos og James Marsden.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Sjáðu einnig nýtt plakat fyrir myndina hér fyrir neðan. Lestu síðan söguþráðinn fyrir neðan plakatið:

2 Guns fjallar um tvo lögreglufulltrúa sem neyðast til að leggja á flótta saman. En það er eitt vandamál, hvorugur þeirra veit að hinn er alríkislögreglumaður sem vinnur á laun.

Síðustu 12 mánuðina, þá hefur eiturlyfjalöggann Bobby Trench og Marcus Stigman úr leyniþjónustu flotans, verið tengdir nánum böndum í vinnunni. Þeir vinna á laun sem félagar í eiturlyfjagengi, og hvor aðili vantreystir hinum jafn mikið og glæpamönnunum sem þeir eru á eftir.

Þegar tilraun þeirra til að reyna að ráða niðurlögum mexíkósks eiturlyfjahrings og endurheimta milljónir dollara fer handaskolum, þá þvo yfirboðarar þeirra Trench og Stigman hendur sínar af þeim. Núna vilja allir stinga þeim í fangelsi eða sjá þá dauða, og sá eini sem þeir geta reitt sig á er hvor annar. Til allra óhamingju fyrir þá sem eru á hælunum á þeim, þá er það þannig að þegar góðir gæjar eyða mörgum árum í að þykjast vera vondir, þá læra þeir eitt og annað nytsamlegt á leiðinni.

2 Guns verður frumsýnd 2. ágúst í Bandaríkjunum.