Vampírumyndin Twilight: Breaking Dawn 2 fór rakleiðis á topp íslenska DVD/Blu-ray vídeólistans, á sinni fyrstu viku á lista, en myndin kom út fyrir helgi.
Söguþráður myndarinnar er á þessa leið: Bella Swan er nú orðin vampíra og kann vel að meta og nýta sér þá ofurmannlegu krafta sem í því felast. Um leið eru hún og Edward orðin stoltir foreldrar litlu stúlkunnar Renesmee, en fæðingu hennar er ekki jafn vel fagnað alls staðar. Í kjölfarið á ósönnum ásökunum átta þau Bella og Edward sig á því að þau munu innan skamms þurfa að verja bæði eigið líf og líf Renesmee og að eina leiðin til þess sé að safna saman þeim sem standa þeim næst og fá þau til að berjast sér við hlið. En er það nóg?
Toppmynd DVD/Blu-ray listans í síðustu viku, Killing them Softly, datt niður í annað sætið, en myndin hefur verið í þrjár vikur á lista.
Í þriðja sæti á listanum er Miley Cyrus myndin So Undercover, ný á lista. Í fjórða sæti á sinni fjórðu viku á lista, er nýjasta James Bond myndin, Skyfall og síðan í fimmta sætinu og stendur í stað á milli vikna, er Red Dawn.
Ein önnur ný mynd er á listanum en það er hin léttklikkaða gamanmynd 30 Nights of Paranormal Activity, en hún fór beint í 14. sæti listans.
Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD / Blu-ray mynda hér að neðan.