Bandaríski leikarinn Ryan Gosling hefur fengið tímabundið nálgunarbann á konu sem er sögð hafa setið um hann og fjölskyldu hans.
Í skjölum sem E!News fréttaveitan vitnar í, þá segir Gosling að kona að nafni Grace Marie Del Villar hafi „áreitt, setið um og reynt að eiga persónuleg samskipti við“ leikarann, móður hans og systur.
Konan, sem er 34 ára gömul, telur sig vera „tvíburasál“ Gosling, og reyndi ítrekað að hafa samband við leikarann með tölvupóstum og bréfum samkvæmt E!
Þá senti hún dúkku-vörulista á heimili Gosling og skrifaði þar upplýsingar um hvernig hann gæti haft samband við hana og sendi svo blaðsíðu sem rifin var úr tímariti með mynd af Eva Mendes, konu Gosling, til umboðsmanns hans.
Tilraunir konunnar náðu svo hámarki þegar Del Villar að sögn, ferðaðist frá New York til Los Angeles í október sl. og birtist óboðin seint um kvöld heima hjá einum fjölskuldumeðlima hans.
Gosling óskaði því eftir nálgunarbanni gegn Del Villar fyrir móður sína og systur, og Mendes og dóttur þeirra.
Gosling segir að Del Villar sé haldin ranghugmyndum og telji sig þekkja Gosling fjölskylduna, og að þau þekki hana, og að þau séu að leita ða henni og hafi verið að gera það síðastliðin þrjú ár.
Beðið var um að Del Villar haldi sig 100 metrum frá Gosling, Mendes og dóttur þeirra.
Málið fer fyrir dóm 10. desember þar sem ákveðið verður með framhaldið.