Leikstjóri hasarmyndarinnar The Expendables 3, Patrick Hughes, hefur staðfest þann orðróm sem hefur gengið á netinu að persónur þeirra Arnold Schwarzenegger og Jet Li í myndinni, séu samkynhneigðir elskendur.
Leikstjórinn staðfesti þetta aðspurður í viðtali við grantland.com vefsíðuna, sem The Guardian segir svo frá á sínum vef. Blaðamaður vefsíðunnar spurði hvort að atriði í lok myndarinnar þar sem Arnold hrjúfrar sig up að Jet Li, bendi til þess að persónurnar ættu í ástarsambandi. Svar hans var: „Ég held að svo sé.“
Schwarzenegger leikur Trench Mauser, fyrrum félaga og stundum andstæðing leiðtoga Expendables flokksins, Barney Ross, sem leikinn er af Sylvester Stallone. Li leikur Yin Yang, meistara í sjálfsvarnarlistum, og fyrrum málaliða.
Í lok myndarinnar þá er þeim tveimur vinsamlegast bent á að „fá sér herbergi“ af Ross eftir að þeir sjást nudda sér utan í hvorn annan. Þá segir Mauser: „Við þurfum ekki herbergi!“ og dregur svo Yang að sér. „Svo afbrýðisamur!“ bætir hann svo við.