Trúðalæti á toppnum

Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af hrollvekjum, sem sýnir sig best í því að It Chapter Two er núna aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin fjallar um hinn miður geðslega trúð Pennywise, sem hrellir börnin í Derry, en lúðafélagið kemur til hjálpar eins og í fyrri myndinni. Sama kvikmyndin er einnig í öðru sæti listans og var þar í síðustu viku, íslenska myndin Hvítur, hvítur dagur, sem hlotið hefur góðar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda, en myndin er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Trúðahrollur.

Þriðja sætið fellur svo nýrri mynd í skaut, hinni sannsögulegu Hustlers, um hóp strípidansmeyja í New York sem féflettir viðskiptavini sína með glæpsamlegum hætti.

Auk Hustlers eru þrjár aðrar nýjar myndir á listanum að þessu sinni. Myndin um Playmobil  leikföngin fer beint í fjórða sæti aðsóknarlistans, í þrettánda sætinu situr núna leikarinn Jamie Bell, vel húðflúraður,  í Skin og í sextánda sætið hefur tyllt sér kvikmyndin The Art of Self Defence.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: