Paramount Pictures, framleiðandi nýju Martin Scorsese myndarinnar Silence, ætlaði að senda frá sér fyrstu stiklu úr myndinni á laugardaginn næsta, en eftir að stiklunni var lekið á YouTube í gær, og fyrirtækið varð að taka stikluna úr umferð, þá hefur stiklan nú verið birt opinberlega.
Í gær birtum við fyrstu ljósmyndir og plaköt fyrir myndina, sem er með þeim Andrew Garfield, Adam Driver og Liam Neeson í aðalhlutverkum og fjallar um það þegar trúboðarnir, sem Garfield og Driver leika, fara til Japans á 17. öldinni að leita að lærimeistara sínum, sem Neeson leikur. Á þessum tíma er kristni bönnuð í landinu, og vera þeirra í landinu ekki vel séð. Þeim er misþyrmt, og kristnum íbúum í landinu sömuleiðis.
Myndin er ekki komin með frumsýningardag á Íslandi, en kemur í bíó í Bandaríkjunum daginn fyrir jól. Páfinn og sérstakir boðsgestir fá þó að sjá myndina enn fyrr í Vatikaninu, eins og segir í frétt The Hollywood Reporter.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
I pray but I am lost. Am I just praying to silence? From #MartinScorsese comes #SilenceMovie, watch the official trailer now. pic.twitter.com/3y4DvzeCs1
— Paramount Pictures (@ParamountPics) November 23, 2016