Transformers spólar til baka

Í nýjustu Transformers myndinni, sem frumsýnd var hér á Íslandi í gær, förum við aftur í tímann, allt aftur til tíunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Sé Transformers myndunum raðað á tímalínu væri þessi nýja mynd, Transformers: Rise of the Beast, önnur í röðinni, næst á eftir Bumblebee forsögunni frá árinu 2018.

Transformers: Rise of the Beast er sjöunda Transformers myndin en framleiðandi hennar hefur þegar lýst yfir að myndin sé sú fyrsta í þríleik.

Vélmenni breytast í dýr

Í myndinni er bryddað  upp á þeirri nýjung að vélmenni geta breyst í dýr, eins og sporðdreka, blettatígur og górillu svo eitthvað sé nefnt.

Eins og sagt er frá í þessu myndbandi hafa dýravélmenni komið oft við í sögu Transformers teiknimynda og teiknimyndasagna, eins og t.d. í Transformers Beast Wars.

Dýrin ættu því ekki að koma aðdáendum myndaflokksins algjörlega í opna skjöldu.

Einnig kannast kannski margir við leikföng sem gerð voru eftir þessum dýrum.

Sem fyrr sagði er myndin snemma í tímalínunni, og myndirnar Transformers, Transformers Rise of the Fallen, Dark of the Moon og The Last Knight gerast allar síðar í tíma.

Einhverjum gæti fundist þetta flókið en þá er um að gera að horfa á áðurnefnt myndband til að koma sér inn í heila málið.

Myndirnar eru svo hér fyrir neðan í útgáfuröð ásamt stiklunni úr þessari nýjustu:

Transformers (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 57%
The Movie db einkunn7/10

Fyrir löngu síðan, á fjarlægri plánetu, Cybertron, var háð stríð á milli hinna göfugu Autobots ( leiðtogi þeirra var hinn vitri Optimus Prime ) og hinna illu Decepticons ( leiðtogi þeirra var hinn ógnvænlegi Megatron ) um yfirráð yfir Allspark, dularfullum verndargrip sem veitti ...

Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna; fyrir hjóðklippingu, hljóðblöndun og tæknibrellur.

Transformers: Revenge of the Fallen (2009)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 19%
The Movie db einkunn6/10

Eftir hrikalega atburði fyrstu myndarinnar vill Sam ekkert frekar en að lifa eðlilegu lífi í háskólanum með kærustu sinni, Mikaelu. Optimus Prime, leiðtogi Autobots-vélanna, flytur honum þær fréttir að friðurinn muni ekki endast lengi og ef til vill sé stríðið milli þeirra og ...

Transformers: Dark of the Moon (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 35%

Í þriðju Transformers-myndinni, Dark of the Moon, komast hin góðviljuðu Autobot-vélmenni, sem hafa unnið hörðum höndum að því að vernda mannkynið, að því að hin illskeyttu Decepticon vélmenni ætla að taka yfir Jörðina. Þegar vélmennin komast svo að því að á Tunglinu ...

Transformers: Age of Extinction (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.6
Rotten tomatoes einkunn 18%
The Movie db einkunn6/10

Fjórða Transformers-myndin, Age of Extinction, gerist fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg leikur vélvirkja og einstæðan föður tveggja barna sem lifir á því að gera upp gamla bíla eða selja úr þeim varahluti. Dag einn kemst ...

Bumblebee (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Sagan segir upprunasögu vélmennisins Bumblebees. Hin átján ára gamla Charlie Watson er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að nurla saman fyrir gamalli ...

Transformers: The Last Knight (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.2
Rotten tomatoes einkunn 16%
The Movie db einkunn6/10

Optimus Prime finnur heimaplánetu sína, Cybertron, sem nú er dauð, og hann kemst að því að hann ber ábyrgð á ástandinu. Hann finnur leið til að lífga plánetuna við, en til að gera það, þá þarf hann að finna helgigrip, sem er á Jörðinni....

Transformers: Rise of the Beasts (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 51%

Á tíunda áratug síðustu aldar gengur nýtt flokksbrot Transformers - the Maximals vélmenna, til liðs við Autobots þegar skelfilegar geimverur ráðast á Jörðina. Noah, ungur og skarpur drengur frá Brooklyn, og Elena, metnaðarfullur og hæfileikaríkur áhugamaður um smíðisgripi, ...