Trainwreck faðir hitti fyrirmyndina

feðurÞeir sem sáu hina stórskemmtilegu gamanmynd Trainwreck eftir Amy Schumer, muna eftir pabba hennar í myndinni, sem minnti hana og systur hennar rækilega á það í byrjun myndarinnar að það að vera með einum maka allt lífið væri alls ekki málið, rétt áður en hann flutti að heiman.

 

Myndina byggir Schumer á eigin lífi.

Nú fyrir helgi deildi Schumer á Instagram mynd af Colin Quinn, sem lék pabba hennar í myndinni, ásamt hinum raunverulega föður sínum.

Good friends cereal box

A photo posted by @amyschumer on

Í myndinni leikur Quinn, sem er 56 ára, persónu sem kallast Gordon og er byggð á föður Schumer.

Þegar Schumer var 12 ára var faðir hennar greindur með MS sjúkdóminn, og fyrirtæki hans, sem hafði gengið mjög vel, varð gjaldþrota. Fljótlega eftir það, þá flutti fjölskyldan, þar á meðal eldri bróðir hennar Jason og yngri systirin Kim, til Long Island í New York, áður en foreldrar þeirra skildu.

„Þetta var eins og í Hungurleikunum,“ sagði Schumer við Entertainment Weekly tímaritið. „Þetta var, þú veist, hjá mér, að ég hugsaði; ég skal græja þetta héðan í frá.

„Ég reyndi að gera allt betra með því að láta alla hlægja að því hvað allt var í klessu. Það hélt í okkur lífinu.“

Quinn undirbjó sig með því að hitta Gordon, sem býr í þjónustuíbúð, tvisvar sinnum.

„Ég fékk að vita að hann hefði verið dálítið villtur í gamla daga. Mjög fjörugur. En núna á hann erfitt með að hreyfa sig,“ sagði Quinn um Gordon sem fékk MS þegar hann var á fimmtugsaldri.

Í myndinni leikur Schumer blaðamann að nafni Amy, sem vinnur á karlablaði, og er dauðhrædd við að gifta sig, og að lifa með aðeins einum manni. Þegar hún er að vinna að verkefni kynnist hún íþróttalækni, sem Bill Hader leikur, sem verður ástfanginn af henni og vill vera í föstu sambandi með henni.